Um

Ég heiti Anna Muniak og er höfundur barnabókarinnar „August og íslenska veðrið“, sem er ætluð börnum á aldrinum 3–8 ára. Að mennt er ég landfræðingur og starfa daglega sem veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ég er einnig með meistaranám í sálfræði, sem hjálpar mér að skilja betur þarfir barna og hvernig þau kanna heiminn í kringum sig.

Heima er ég mamma forvitins fimm ára drengs. Endalausar spurningar hans um vinnuna mína og hið síbreytilega íslenska veður urðu kveikjan að bókinni — sögu sem sameinar fróðleik og barnslega ímyndunarafl.

Fyrir þessa bók lærði ég einnig að teikna myndir sjálf. Hefði ég ekki ákveðið að sjá sjálf um myndskreytingarnar hefði bókin líklega komið út mun fyrr — en þannig er hún nákvæmlega eins og ég sá hana fyrir mér frá upphafi.

Ég vona að hún finni leiðina til margra barna og geri það sem góð bók á að gera: vekji gleði, kveiki forvitni og hvetji þau til að uppgötva heiminn.